Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Frostavetur í Firðinum Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 9. september 2020 11:00 mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar fh/vilhelm Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum föstudaginn 11. september. Fyrst skoðum við liðin sem við teljum að muni reka lestina í Olís-deildinni í vetur og berjist um að halda sér uppi. Að okkar mati stefnir allt í erfiðan vetur hjá Hafnarfjarðarliðunum, FH og Haukum. FH-ingar eru nýliðar í Olís-deildinni á meðan Haukar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku og eru með veikara lið en á síðasta tímabili. Hildur Guðjónsdóttir kom til FH frá Stjörnunni.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar fh FH í 8. sæti: Brött brekka hjá nýliðunum Eftir fjögurra ára fjarveru snýr FH aftur í Olís-deildina. FH-ingar voru í 2. sæti Grill 66-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins en var úthlutað sæti í Olís-deildinni. Ljóst er að tímabilið sem framundan er verður krefjandi fyrir FH. En liðið ætlar að gefa allt í þetta og hefur m.a. sótt sænskan leikstjórnanda og tvo leikmenn frá Stjörnunni í sumar. FH verður hins vegar án síns markahæsta leikmanns á síðasta tímabili, hornamannsins Ragnheiðar Tómasdóttur sem er farin til Slóvakíu í læknanám. Þjálfari FH er Jakob Lárusson en hann er á sínu öðru tímabili með liðið. Í það vantar sárlega örvhenta leikmenn. Þá er reynslan ekki mikil og hætt við að stoðirnar séu ekki nógu styrkar. Gaman verður að fylgjast með Emilíu Ósk Steinarsdóttur sem er afar lofandi leikmaður. Hversu langt síðan að FH ... ... varð Íslandsmeistari: 38 ár (1982) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 20 ár (2000) ... varð bikarmeistari: 39 ár (1981) ... komst í bikarúrslit: 11 ár (2009) ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 21 ár (1999) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (2. sæti) 2018-19 B-deild (6. sæti) 2017-18 B-deild (4. sæti) 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 14. sæti í deildinni 2014-15 10. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 B-deild 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram FH í Olísdeild kvenna 2020! Eftir ákvörðun HSÍ í kvöld um að aflýsa mótahaldi er ljóst að FH mun leika í Olísdeild kvenna á næsta tímabili! Stelpurnar spiluðu heilt yfir frábærlega á tímabilinu og eru verðskuldað komnar í deild þeirra bestu! Innilega til hamingju stelpur og allir FH-ingar! #ViðerumFH #olisdeildin #handbolti A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) on Apr 6, 2020 at 3:12pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili FH-liðið spilaði í Grill 66 deild kvenna og ekki til tölur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Zandra Jarvin frá Sparvagen (Svíþjóð) Emilie Vagnes Jacobsen frá Ålesund (Noregi) Hildur Guðjónsdóttir frá Stjörnunni Írena Björk Ómarsdóttir frá Stjörnunni Emma Havin Sardardóttir frá Gróttu Farnar: Dröfn Haraldsdóttir Embla Jónsdóttir til Þýskalands Diljá Sigurðardóttir Ragnheiður Tómasdóttir í nám erlendis Líklegt byrjunarlið Markvörður: Hrafnhildur Anna Þorsteinsdóttir Vinstra horn: Aþena Arna Ágústsdóttir Vinstri skytta: Britney Cots Miðja: Zandra Jarvin Hægri skytta: Emilía Ósk Steinarsdóttir Hægra horn: Andrea Valdimarsdóttir Lína: Fanney Þóra Þórsdóttir Britney Cots kom til FH 2018.mynd/heimasíða fh Verður að eiga gott tímabil Franska skyttan Britney Cots er að hefja sitt þriðja tímabil með FH. Hún er algjör lykilmaður í liðinu og gengi þess stendur og fellur að stórum hluta með frammistöðu hennar. Cots er mikilvæg á báðum endum vallarins. Á síðasta tímabili skoraði hún 65 mörk í nítján leikjum í Grill 66-deildinni. Sænska skyttan Sara Odden er á sínu öðru tímabili með Haukum.vísir/bára Haukar í 7. sæti: Búið að plokka skrautfjaðrirnar af Haukum Eftir að hafa verið á bestu liða landsins í nokkur ár tóku Haukar smá dýfu á síðasta tímabili. Þegar keppni var hætt var liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Haukar misstu sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil og það sama gerðist fyrir þetta tímabil. Haukar eru búnir að missa aðalmarkvörðinn sinn, leikstjórnandann og besta varnarmanninn. Í staðinn fengu Haukar tvo leikmenn frá Grill 66-deildarliði Fjölnis og færeyskan landsliðsmarkvörð. Haukar skiptu líka um þjálfara eftir síðasta tímabil. Árni Stefán Guðjónsson hætti og hóað var í gömlu kempuna Gunnar Gunnarsson. Hans bíður krefjandi verkefni í vetur og ljóst að brekkan gæti orðið brött fyrir Hauka. Byrjunarlið Hauka er nokkuð frambærilegt og ef meiðsladraugurinn tekur ekki hús á Ásvöllum gæti liðið komist í úrslitakeppnina. En þá þarf nánast allt að ganga upp. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 15 ár (2005) ... varð deildarmeistari: 4 ár (2016) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 30 ár (1990) ... kom upp í deildina: 28 ár (1992) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Síðustu daga hafa ungar Haukastelpur skrifað undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild Hauka. Þetta eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð. Allar þessar stelpur eru hluti af sterkum 2004 árgangi Hauka sem tryggði sér deildarmeistaratilitllinn í 4. fl kvenna á liðnu tímabili en þær eru einnig allar hluti af U-16 ára landsliði Íslands. Nokkar af stelpunum hafa nú þegar spilað sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki á liðnu tímabili og er framtíðin sannarlega björt á Ásvöllum. Til hamingju stelpur! ÁFRAM HAUKAR #haukarfélagiðmitt #handbolti #olisdeildin #seinnibylgjan A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) on Jun 24, 2020 at 10:54am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (22,1) Skotnýting - 6. sæti (49,2%) Vítanýting - 8. sæti (72,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (41) Stoðsendingar í leik - 7. sæti (6,5) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (12,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (24,9) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (32,3%) Varin víti - 2. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (22,7) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Annika Fríðheim Petersen frá Færeyjum Guðrún Jenný Sigurðardóttir frá Fjölni Karen Birna Aradóttir frá Fjölni Farnar: Alexandra Líf Arnarsdóttir til HK Saga Sif Gísladóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fram Líklegt byrjunarlið Markvörður: Annika Fríðheim Petersen Vinstra horn: Birta Lind Jóhannsdóttir Vinstri skytta: Sara Odden Miðja: Karen Helga Díönudóttir Hægri skytta: Berta Rut Harðardóttir Hægra horn: Hekla Rún Ámundadóttir Lína: Rakel Sigurðardóttir Berta Rut Harðardóttir skoraði 88 mörk í átján leikjum í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Berta Rut Harðardóttir var markahæsti leikmaður Hauka á síðasta tímabili. Hún er gríðarlega efnileg skytta með góða skothönd en mætti bæta fleiri stoðsendingum við leik sinn. Haukar treysta á framlag frá Bertu og hún þarf að eiga A+ vetur, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið liðið hefur misst. Olís-deild kvenna FH Haukar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum föstudaginn 11. september. Fyrst skoðum við liðin sem við teljum að muni reka lestina í Olís-deildinni í vetur og berjist um að halda sér uppi. Að okkar mati stefnir allt í erfiðan vetur hjá Hafnarfjarðarliðunum, FH og Haukum. FH-ingar eru nýliðar í Olís-deildinni á meðan Haukar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku og eru með veikara lið en á síðasta tímabili. Hildur Guðjónsdóttir kom til FH frá Stjörnunni.mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar fh FH í 8. sæti: Brött brekka hjá nýliðunum Eftir fjögurra ára fjarveru snýr FH aftur í Olís-deildina. FH-ingar voru í 2. sæti Grill 66-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins en var úthlutað sæti í Olís-deildinni. Ljóst er að tímabilið sem framundan er verður krefjandi fyrir FH. En liðið ætlar að gefa allt í þetta og hefur m.a. sótt sænskan leikstjórnanda og tvo leikmenn frá Stjörnunni í sumar. FH verður hins vegar án síns markahæsta leikmanns á síðasta tímabili, hornamannsins Ragnheiðar Tómasdóttur sem er farin til Slóvakíu í læknanám. Þjálfari FH er Jakob Lárusson en hann er á sínu öðru tímabili með liðið. Í það vantar sárlega örvhenta leikmenn. Þá er reynslan ekki mikil og hætt við að stoðirnar séu ekki nógu styrkar. Gaman verður að fylgjast með Emilíu Ósk Steinarsdóttur sem er afar lofandi leikmaður. Hversu langt síðan að FH ... ... varð Íslandsmeistari: 38 ár (1982) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 20 ár (2000) ... varð bikarmeistari: 39 ár (1981) ... komst í bikarúrslit: 11 ár (2009) ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 21 ár (1999) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (2. sæti) 2018-19 B-deild (6. sæti) 2017-18 B-deild (4. sæti) 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 14. sæti í deildinni 2014-15 10. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 B-deild 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram FH í Olísdeild kvenna 2020! Eftir ákvörðun HSÍ í kvöld um að aflýsa mótahaldi er ljóst að FH mun leika í Olísdeild kvenna á næsta tímabili! Stelpurnar spiluðu heilt yfir frábærlega á tímabilinu og eru verðskuldað komnar í deild þeirra bestu! Innilega til hamingju stelpur og allir FH-ingar! #ViðerumFH #olisdeildin #handbolti A post shared by FH Handbolti (@fh_handbolti) on Apr 6, 2020 at 3:12pm PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili FH-liðið spilaði í Grill 66 deild kvenna og ekki til tölur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Zandra Jarvin frá Sparvagen (Svíþjóð) Emilie Vagnes Jacobsen frá Ålesund (Noregi) Hildur Guðjónsdóttir frá Stjörnunni Írena Björk Ómarsdóttir frá Stjörnunni Emma Havin Sardardóttir frá Gróttu Farnar: Dröfn Haraldsdóttir Embla Jónsdóttir til Þýskalands Diljá Sigurðardóttir Ragnheiður Tómasdóttir í nám erlendis Líklegt byrjunarlið Markvörður: Hrafnhildur Anna Þorsteinsdóttir Vinstra horn: Aþena Arna Ágústsdóttir Vinstri skytta: Britney Cots Miðja: Zandra Jarvin Hægri skytta: Emilía Ósk Steinarsdóttir Hægra horn: Andrea Valdimarsdóttir Lína: Fanney Þóra Þórsdóttir Britney Cots kom til FH 2018.mynd/heimasíða fh Verður að eiga gott tímabil Franska skyttan Britney Cots er að hefja sitt þriðja tímabil með FH. Hún er algjör lykilmaður í liðinu og gengi þess stendur og fellur að stórum hluta með frammistöðu hennar. Cots er mikilvæg á báðum endum vallarins. Á síðasta tímabili skoraði hún 65 mörk í nítján leikjum í Grill 66-deildinni. Sænska skyttan Sara Odden er á sínu öðru tímabili með Haukum.vísir/bára Haukar í 7. sæti: Búið að plokka skrautfjaðrirnar af Haukum Eftir að hafa verið á bestu liða landsins í nokkur ár tóku Haukar smá dýfu á síðasta tímabili. Þegar keppni var hætt var liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Haukar misstu sterka leikmenn fyrir síðasta tímabil og það sama gerðist fyrir þetta tímabil. Haukar eru búnir að missa aðalmarkvörðinn sinn, leikstjórnandann og besta varnarmanninn. Í staðinn fengu Haukar tvo leikmenn frá Grill 66-deildarliði Fjölnis og færeyskan landsliðsmarkvörð. Haukar skiptu líka um þjálfara eftir síðasta tímabil. Árni Stefán Guðjónsson hætti og hóað var í gömlu kempuna Gunnar Gunnarsson. Hans bíður krefjandi verkefni í vetur og ljóst að brekkan gæti orðið brött fyrir Hauka. Byrjunarlið Hauka er nokkuð frambærilegt og ef meiðsladraugurinn tekur ekki hús á Ásvöllum gæti liðið komist í úrslitakeppnina. En þá þarf nánast allt að ganga upp. Hversu langt síðan að Haukaliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 15 ár (2005) ... varð deildarmeistari: 4 ár (2016) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 30 ár (1990) ... kom upp í deildina: 28 ár (1992) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni View this post on Instagram Síðustu daga hafa ungar Haukastelpur skrifað undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild Hauka. Þetta eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð. Allar þessar stelpur eru hluti af sterkum 2004 árgangi Hauka sem tryggði sér deildarmeistaratilitllinn í 4. fl kvenna á liðnu tímabili en þær eru einnig allar hluti af U-16 ára landsliði Íslands. Nokkar af stelpunum hafa nú þegar spilað sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki á liðnu tímabili og er framtíðin sannarlega björt á Ásvöllum. Til hamingju stelpur! ÁFRAM HAUKAR #haukarfélagiðmitt #handbolti #olisdeildin #seinnibylgjan A post shared by Haukar Topphandbolti (@haukar_handbolti) on Jun 24, 2020 at 10:54am PDT HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (22,1) Skotnýting - 6. sæti (49,2%) Vítanýting - 8. sæti (72,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (41) Stoðsendingar í leik - 7. sæti (6,5) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (12,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (24,9) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (32,3%) Varin víti - 2. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (22,7) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Annika Fríðheim Petersen frá Færeyjum Guðrún Jenný Sigurðardóttir frá Fjölni Karen Birna Aradóttir frá Fjölni Farnar: Alexandra Líf Arnarsdóttir til HK Saga Sif Gísladóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fram Líklegt byrjunarlið Markvörður: Annika Fríðheim Petersen Vinstra horn: Birta Lind Jóhannsdóttir Vinstri skytta: Sara Odden Miðja: Karen Helga Díönudóttir Hægri skytta: Berta Rut Harðardóttir Hægra horn: Hekla Rún Ámundadóttir Lína: Rakel Sigurðardóttir Berta Rut Harðardóttir skoraði 88 mörk í átján leikjum í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili.vísir/bára Verður að eiga gott tímabil Berta Rut Harðardóttir var markahæsti leikmaður Hauka á síðasta tímabili. Hún er gríðarlega efnileg skytta með góða skothönd en mætti bæta fleiri stoðsendingum við leik sinn. Haukar treysta á framlag frá Bertu og hún þarf að eiga A+ vetur, sérstaklega í ljósi þess hversu mikið liðið hefur misst.
Hversu langt síðan að FH ... ... varð Íslandsmeistari: 38 ár (1982) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 20 ár (2000) ... varð bikarmeistari: 39 ár (1981) ... komst í bikarúrslit: 11 ár (2009) ... komst í úrslitakeppni: 6 ár (2014) ... komst í undanúrslit: 16 ár (2004) ... komst í lokaúrslit: 21 ár (1999) ... féll úr deildinni: 4 ár (2016) ... kom upp í deildina: 0 ár (2020) Gengi FH í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 B-deild (2. sæti) 2018-19 B-deild (6. sæti) 2017-18 B-deild (4. sæti) 2016-17 B-deild (3. sæti) 2015-16 14. sæti í deildinni 2014-15 10. sæti í deildinni 2013-14 6. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 9. sæti í deildinni Gengi FH í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 B-deild 2017-18 B-deild 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Ekki í úrslitakeppni 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
Komnar: Zandra Jarvin frá Sparvagen (Svíþjóð) Emilie Vagnes Jacobsen frá Ålesund (Noregi) Hildur Guðjónsdóttir frá Stjörnunni Írena Björk Ómarsdóttir frá Stjörnunni Emma Havin Sardardóttir frá Gróttu Farnar: Dröfn Haraldsdóttir Embla Jónsdóttir til Þýskalands Diljá Sigurðardóttir Ragnheiður Tómasdóttir í nám erlendis
Markvörður: Hrafnhildur Anna Þorsteinsdóttir Vinstra horn: Aþena Arna Ágústsdóttir Vinstri skytta: Britney Cots Miðja: Zandra Jarvin Hægri skytta: Emilía Ósk Steinarsdóttir Hægra horn: Andrea Valdimarsdóttir Lína: Fanney Þóra Þórsdóttir
Hversu langt síðan að Haukaliðið ... . .. varð Íslandsmeistari: 15 ár (2005) ... varð deildarmeistari: 4 ár (2016) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 3 ár (2017) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2007) ... komst í bikarúrslit: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 15 ár (2005) ... féll úr deildinni: 30 ár (1990) ... kom upp í deildina: 28 ár (1992) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 4. sæti í deildinni 2017-18 4. sæti í deildinni 2016-17 3. sæti í deildinni 2015-16 Deildarmeistari 2014-15 5. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 8. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinni Gengi Hauka í úrslitakeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 Úrslitakeppnin fór ekki fram 2018-19 Undanúrslit 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Undanúrslit 2015-16 Undanúrslit 2014-15 Átta liða úrslit 2013-14 Átta liða úrslit 2012-13 Átta liða úrslit 2011-12 Ekki í úrslitakeppni
HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Sóknarleikur Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (22,1) Skotnýting - 6. sæti (49,2%) Vítanýting - 8. sæti (72,1%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (41) Stoðsendingar í leik - 7. sæti (6,5) Tapaðir boltar í leik - 5. sæti (12,9) Vörn og markvarsla Hauka 2019/20 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 5. sæti (24,9) Hlutfallsmarkvarsla - 4. sæti (32,3%) Varin víti - 2. sæti (14) Stolnir boltar - 4. sæti (78) Varin skot í vörn - 5. sæti (35) Lögleg stopp í leik - 5. sæti (22,7)
Komnar: Annika Fríðheim Petersen frá Færeyjum Guðrún Jenný Sigurðardóttir frá Fjölni Karen Birna Aradóttir frá Fjölni Farnar: Alexandra Líf Arnarsdóttir til HK Saga Sif Gísladóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fram
Markvörður: Annika Fríðheim Petersen Vinstra horn: Birta Lind Jóhannsdóttir Vinstri skytta: Sara Odden Miðja: Karen Helga Díönudóttir Hægri skytta: Berta Rut Harðardóttir Hægra horn: Hekla Rún Ámundadóttir Lína: Rakel Sigurðardóttir
Olís-deild kvenna FH Haukar Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira