Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2020 08:52 Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins. Getty Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið. Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn og kafbátasmiðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. Madsen viðurkennir gjörðir sínar í samtölum við blaðamanninn Kristian Linnemann, en þættir hans, De hemmelige optagelser (í. Leyniupptökurnar), verða brátt sýndir á Discovery Networks. Byggja þættirnir á samtals um tuttugu klukkustunda samtölum blaðamannsins og Madsen. Danskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Madsen viðurkenni í samtali við blaðamanninn að hann hafi pyndað, myrt og sagað lík Kim Wall og að lokum varpað því fyrir borð. „Það er mér að kenna að hún dó,“ segir Madsen. Madsen segir að spurningar Wall hafi valdið því að hann gerði það sem hann gerði. „Það er mér að kenna að hún dó. Og það er mér að kenna, þar sem það var ég sem framdi glæpinn. Allt er mér að kenna.“ Dómstóll í Kaupmannahöfn dæmdi Madsen í lífstíðarfangelsi í apríl 2018. Kim Wall. Tekið upp án vitundar Madsen Blaðamaðurinn Linnemann tók upp samtölin við Madsen án hans vitundar, en danskir fjölmiðlar segja Madsen hafi svo lagt blessun sína yfir því að notast yrði við upptökurnar. Í samtölunum ku Madsen fyrst vera tregur til að ræða málin, en opnar sig svo æ meira eftir því sem fram vindur. Segist hann vanalega ekki vera ofbeldisfullur maður, en að Wall hafi ögrað honum með spurningum sínum í kafbátnum. Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Í dómsal sagði Madsen að Kim Wall hafi látið lífið þegar hún fyrir mistök fékk þunga lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið.
Morðið á Kim Wall Danmörk Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira