Michy vekur athygli á Maradona-mynd af sér úr Íslandsleiknum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 12:30 Michy Batshuayi fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. AP/Francisco Seco Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið. Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Belgíski framherjinn Michy Batshuayi blómstraði enn á ný í sigri á Íslendingum í gær en hann skoraði tvívegis í 5-1 sigri. Batshuayi var líka mjög sáttur með eina ákveðna mynd af sér úr leiknum. Michy Batshuayi hefur spilað tvo leiki á móti Íslandi og skorað í þeim fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigrinum árið 2018 og svo aftur tvö mörk í gær. Belgar hafa hvílt Romelu Lukaku í þessum tveimur leikjum en Batshuayi hefur nýtt sér tækifærið til fullnustu. Það þarf heldur ekki að kvarta mikið yfir tölfræði Batshuayi með belgíska landsliðinu en hann er nú kominn með 18 mörk í 30 landsleikjum og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Michy Batshuayi tjáði sig um leikinn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Still finding my way in the sea of Iceland #COMEONBELGIUM pic.twitter.com/wQSkecpeRZ— Michy Batshuayi (@mbatshuayi) September 8, 2020 „Enn finn ég mig vel í sjó af íslenskum leikmönnum,“ skrifaði Michy Batshuayi undir myndina en þar sést hann skora seinna mark sitt í leiknum sem hann skoraði með hælnum. Það sem vekur þó örugglega mesta lukku hjá honum með þessa mynd er að þó að Batshuayi sé að skora markið þá er enginn annar belgískur leikmaður sjáanlegur í kringum hann. Þarna má aftur á móti sjá níu af þeim ellefu leikmönnum íslenska liðsins sem voru inn á vellinum á þessum tímapunkti Batshuayi er því þarna búinn að fá svona Maradona-mynd af sér en ein frægasta fótboltamynd sögunnar er af Diego Maradona í leik með Argentínu á móti Belgíu í opnunarleik HM á Spáni árið 1982. This is great. The story behind the famous photo - Diego Maradona vs Belgium, 1982: http://t.co/iCozR10LuA | pic.twitter.com/KGjhGF97Lc— (@TonyPapa7) July 2, 2014 Diego Maradona fékk þá boltann eftir að liðsfélagi hans ákvað að gefa boltann frekar á hann í stað þess að skjóta yfir varnarvegginn. Leikmennirnir í varnarveggnum litu þá strax á Maradona og um leið smelti ljósmyndarinn af fyrir aftan Maradona. Það leit því út eins og að sex belgískir leikmenn væru að reyna að stoppa Maradona. Það gátu aftur á móti ekki níu leikmenn íslenska liðsins komið í veg fyrir að Michy Batshuayi skoraði markið.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira