„Vinnuveitandinn var byrjaður að fylgjast með í síðustu keppni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. september 2020 15:30 Aron Þormar spilar í fyrstu sjónvarpsútsendingunni í kvöld. KEYNATURA Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30. Rafíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni í eFótbolta fer fram í kvöld en Knattspyrnusamband Ísland hefur stofnað úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands. Íslandsmeistarinn Róbert Daði Sigurþórsson, úr Fylki, mætir Eyjamanninum Guðmundi Tómasi Sigfússyni en silfurverðlaunahafinn Aron Þormar Lárusson spilar við Alexander Aron Hannesson. Aron Þormar spilar fyrir hönd Fylkis en Alexander Aron spilar fyrir Keflavík. Leikurinn hefst í kvöld klukan 20.00 en öll fyrsta umferðin er spiluð klukkan átta í kvöld. Spilað verður FIFA Ultimate Team, sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum en deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Af því tilefni ákvað Vísir að taka púlsinn á Aroni sem er með miklar væntingar fyrir komandi tímabil en hann verður einmitt í fyrstu beinu sjónvarpsútsendingunni á Stöð 2 eSport í kvöld frá klukkan 20.00 til 21.30. „Það er mikil spenna í mér fyrir kvöldinu,“ sagði Aron Þormar er Vísir sló á þráðinn í dag en það er ekki bara á Íslandsmótinu sem Aron Þormar nældi í silfur því hann lenti einnig í öðru sæti á Reykjarvíkurleikunum. Það væntanlega gerir hann enn meira tilbúinn í verkefnið að reyna að sækja gull í fyrstu úrvalsdeildinni en hver viðureign er spiluð á heima- og útivelli og samanstendur af tveimur leikjum með samanlagðri markatölu. Leikmenn skiptast á að hýsa leikinn. „Það er markmiðið að vinna mótið. Mér finnst geggjað að það sé komið deild. Það var það sem vantaði og þetta mun vonandi hjálpa að lyfta þessu á enn hærra stig.“ EFótboltinn rúllar af stað í kvöld.vísir Aron Þormar og Róbert Daði munu svo spila saman í tvíliðaleik þegar hægt verður að spila tveir og tveir saman. „Við höfum ekki náð að spila neitt saman, tveir og tveir. Hann er minn helsti andstæðingur í einliðaleik en við höfum enn ekki náð að spila saman tveir og tveir. Covid frestaði því.“ Hann fann fyrir áhuganum í síðustu keppni, þar á meðal frá vinnuveitanda sínum. „Það var mikill áhugi í síðustu keppni. Fjölskylda og vinir fylgdust vel með og meira að segja vinnuveitandinn var byrjaður að horfa,“ sagði Aron Þormar sem vinnur í Klettaskóla sem var ekki lengi að velja sér sinn uppáhalds leikmann. „Það er Neymar eða Ronaldo Nazario,“ sagði kappinn. Einungis má nota þrjá svokallað „icon“ leikmenn og Aron Þormar er ekki búinn að gera upp við sig hvaða leikmenn hann ætlar að byrja með í kvöld. „Ég er ekki búinn að gera upp á milli Ronaldo og Neymar en það er enginn veikur hlekkur í liðinu mínu.“ Úrvalsdeildin í eFótbolta er á dagskrá Stöð 2 eSport alla miðvikudaga frá 20.00 til 21.30.
Rafíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira