Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 21:29 Lögregla ræðir hér við ökumann bílsins. Mynd/Elías Þórsson Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig. Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig.
Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda