Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boða til upplýsingafundar vegna kórónuveirufaraldursins klukkan 14 í dag.
Á fundinum munu þau Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.
Í gær greindust fjórir með veiruna innanlands og voru tveir þeirra í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum.
Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum og textalýsingu á því sem fram fer.
Uppfært: Hér að neðan má sjá fundinn í heild sinni.