Alvarlegar afleiðingar heimsfaraldurs fyrir börn Heimsljós 11. september 2020 11:58 Barnaheill - Save the Children Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children hefur kórónuveirufaraldurinn haft slæm áhrif á menntun barna, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt. Faraldurinn hefur einnig aukið bilið á milli ríkra og fátækra barna. Á sex mánuðum heimsfaraldursins hafa fátækustu börnin haft skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, mat, hreinu vatni og hreinlætisvörum. Í skýrslunni - Verndum heila kynslóð (Protect a Generation) kemur fram að: 66 prósent barna höfðu ekki aðgang að námsefni eða kennurum meðan skólar voru lokaðir. Skólar eru enn lokaðir víðsvegar um heim. 80% barna sögðust hafa lært lítið sem ekkert meðan skólinn var lokaður. Færri en 1 prósent barna frá fátækum heimilum hafa aðgang að netinu til að sinna námi. 93 prósent heimila sem misstu meira en helming tekna höfðu skertan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Heimilisofbeldi jókst um meira en helming meðan lokun skóla stóð yfir. Tekjulitlar fjölskyldur hafa orðið fyrir meiri tekjuskerðingu en aðrar fjölskyldur. Samkvæmt gögnum Barnaheilla hafa börn sem koma frá fátækum fjölskyldum ekki aðeins takmarkaðri aðgengi að menntun, heldur einnig að mat, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Níu af hverjum tíu heimilum sem misstu yfir helming tekna sinna vegna heimsfaraldursins greindu frá erfiðleikum við að sækja heilbrigðisþjónustu. 45 prósent aðspurðra, frá fátækum heimilum, sögðust eiga í vandræðum með að greiða fyrir læknisþjónustu. Samkvæmt frétt frá Barnaheillum ríkir neyðarástand þegar kemur að menntun barna og samtökin telja að um 9,7 milljónir barna muni ekki snúa aftur í skóla. Stúlkur verða fyrir meiri áhrifum en strákar vegna faraldursins en 63% stúlkna sögðust vinna meiri heimilisstörf en áður, samanborið við 52% drengja. Hætta er á að fjöldi barna leiðist út í barnaþrælkun eða barnahjónabönd vegna ástandsins. Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á andlega líðan barna samkvæmt skýrslunni en 83% barna segja að andleg líðan hafi versnað. Barnaheill hvetja stjórnvöld úti um allan heim til að tryggja að börn utan skóla hafi aðgang að fjarnámsefni og geti haldið áfram að mennta sig þrátt fyrir lokanir á skólum. Samkvæmt 28. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á grunnmenntun og ber aðildarríkjum skylda til að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og draga úr brottfalli nemenda. Þátttakendur í rannsókninni voru 25 þúsund börn og foreldrar þeirra frá 37 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent
Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children hefur kórónuveirufaraldurinn haft slæm áhrif á menntun barna, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt. Faraldurinn hefur einnig aukið bilið á milli ríkra og fátækra barna. Á sex mánuðum heimsfaraldursins hafa fátækustu börnin haft skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, mat, hreinu vatni og hreinlætisvörum. Í skýrslunni - Verndum heila kynslóð (Protect a Generation) kemur fram að: 66 prósent barna höfðu ekki aðgang að námsefni eða kennurum meðan skólar voru lokaðir. Skólar eru enn lokaðir víðsvegar um heim. 80% barna sögðust hafa lært lítið sem ekkert meðan skólinn var lokaður. Færri en 1 prósent barna frá fátækum heimilum hafa aðgang að netinu til að sinna námi. 93 prósent heimila sem misstu meira en helming tekna höfðu skertan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Heimilisofbeldi jókst um meira en helming meðan lokun skóla stóð yfir. Tekjulitlar fjölskyldur hafa orðið fyrir meiri tekjuskerðingu en aðrar fjölskyldur. Samkvæmt gögnum Barnaheilla hafa börn sem koma frá fátækum fjölskyldum ekki aðeins takmarkaðri aðgengi að menntun, heldur einnig að mat, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Níu af hverjum tíu heimilum sem misstu yfir helming tekna sinna vegna heimsfaraldursins greindu frá erfiðleikum við að sækja heilbrigðisþjónustu. 45 prósent aðspurðra, frá fátækum heimilum, sögðust eiga í vandræðum með að greiða fyrir læknisþjónustu. Samkvæmt frétt frá Barnaheillum ríkir neyðarástand þegar kemur að menntun barna og samtökin telja að um 9,7 milljónir barna muni ekki snúa aftur í skóla. Stúlkur verða fyrir meiri áhrifum en strákar vegna faraldursins en 63% stúlkna sögðust vinna meiri heimilisstörf en áður, samanborið við 52% drengja. Hætta er á að fjöldi barna leiðist út í barnaþrælkun eða barnahjónabönd vegna ástandsins. Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á andlega líðan barna samkvæmt skýrslunni en 83% barna segja að andleg líðan hafi versnað. Barnaheill hvetja stjórnvöld úti um allan heim til að tryggja að börn utan skóla hafi aðgang að fjarnámsefni og geti haldið áfram að mennta sig þrátt fyrir lokanir á skólum. Samkvæmt 28. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á grunnmenntun og ber aðildarríkjum skylda til að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og draga úr brottfalli nemenda. Þátttakendur í rannsókninni voru 25 þúsund börn og foreldrar þeirra frá 37 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent