Minnast Erick Morillo: „Sorglegt hvernig fór fyrir honum“ Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2020 16:15 Tvær goðsagnir í heimi plötusnúða. Erick Morillo og Carl Cox taka sjálfu á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Joe Scarnici Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is PartyZone Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is
PartyZone Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira