Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. september 2020 20:30 Lögreglan fylgist grannt með vefsíðum sem sýna íslenskt klámfengið efni. Dreifing kláms er ólögleg. Getty Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“ Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“
Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira