Segjast aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja fjölskylduna úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 13:57 Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Skjáskot/Stöð 2 Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Stoðdeild ríkilögreglustjóra segist aðeins hafa haft tvær vikur til að flytja Khedr-fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum. Beiðni um framkvæmd brottvísunarákvörðunar hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en 13. janúar, tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út, þann 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sagði í samtali við Vísi í morgun að stjórnvöld hefðu getað látið flytja fjölskylduna úr landi á sex vikna tímabili, frá því að frestur fjölskyldunnar til að yfirgefa landið rann út þann 18. desember 2019 og þangað til umrædd vegabréf runnu út 28. janúar 2020. Magnús furðaði sig á því af hverju það hefði ekki verið gert. „Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist?“ Fram kemur í tilkynningu stoðdeildar að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja fjölskyldunni um vernd hafi verið birtur 18. nóvember 2019. Fjölskyldunni hafi verið veittur þrjátíu daga frestur til sjálfviljugrar heimfarar sem rann út 18. desember. Í millitíðinni hafi fjölskyldan óskað eftir því að kærunefnd útlendingamála frestaði réttaráhrifum úrskurðarins til að fara með málið fyrir dómstóla en þeirri beiðni var hafnað af kærunefnd 10. janúar. Þegar ljóst var að fjölskyldan hygðist ekki fara sjálfviljug til heimalands og að réttaráhrifum yrði ekki frestað hafi Útlendingastofnun vísað málinu til stoðdeildar ríkislögreglustjóra til framkvæmdar með beiðni dagsettri 13. janúar 2020. Ekki hafi verið unnt að skipuleggja flutning fjölskyldunnar til heimalands síns Egyptaland á þeim tveimur vikum sem skilríki allra fjölskyldumeðlima voru gild. „Slíkar fylgdir krefjast lengri undirbúnings sem meðal annars felst í því afla heimilda fyrir íslenska lögreglumenn til að ferðast til og í gegnum þau ríki sem ferðaleiðin gerir kröfu um. Vinna við undirbúning fylgdarinnar hófst eftir að málið kom á borð stoðdeildar og var strax ljóst að afla þyrfti gildra skilríkja, annað hvort með framlengingu eða útgáfu nýrra skilríkja. Stoðdeild átti í samskiptum við lögmann fjölskyldunnar um þessa stöðu og tók hún þá ákvörðun að óska ekki eftir framlengingu vegabréfanna eins og þegar hefur komið fram,“ segir í tilkynningu. Ekki var unnt að vísa Khedr-fjölskyldunni úr landi líkt og til stóð í morgun. Fjölskyldan var ekki á staðnum þar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hugðist sækja hana og fylgja úr landi. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í morgun.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. 16. september 2020 08:57
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19