Allir með „grænu veiruna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 15:42 Þórólfur Guðnason segir þá þrettán sem greindust með veiruna innanlands í gær ákveðin vonbrigði. Aðeins einn var í sóttkví. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. Smitrakningateymið hefur kallað afbrigðið „grænu veiruna“ en fyrsta tilfelli hennar kom upp á höfuðborgarsvæðinu 25. júlí og hefur skotið upp kollinum um allt land. Hefur hún til að mynda valdið hópsýkingu á Akranesi í byrjun ágúst og hópsýkingu sem tengd var við Hótel Rangá. „Þetta eru vonbrigði að fá þennan topp núna. Það sem er alvarlegra er hversu fáir eru í sóttkví og hversu lítil tengsl eru á milli þeirra sem eru að greinast, sem vekur áhyggjur að þetta sé dreifðara þetta smit en við vonuðumst til,“ segir Þórólfur en aðeins einn var í sóttkví af þessum þrettán. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Þórólf í dag Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa gripið til þess ráðs að leggjast í víðtækari skimanir en áður. Ráðist verður í skimanir í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið beðin um að gera úrtak á höfuðborgarsvæðinu til að sjá hver útbreiðslan er. Þeir sem greindust í gær teljast ungt fólk, utan eins eldri einstaklings sem hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús en þó ekki á gjörgæslu. Með þessum víðtæku skimunum verðu hægt að leggja mat á hvort búast megi við fleiri „toppum“ eins og sóttvarnalæknir orðar það. Fer ekki á taugum „Þessi eini toppur er ekki svo alvarlegur í sjálfu sér en við viljum vera á undan atburðarásinni,“ segir Þórólfur. Hann telur ekki ástæðu til að ráðast í harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands. Spurður hvort fólk hafi slakað of mikið á persónubundnum sóttvörnum samhliða því að yfirvöld hafa slakað á tilmælum, segir Þórólfur ekki gott að segja til um það. „Þetta verður ekki bara bein lína. Við eigum eftir að fara upp og niður í þessi og upplifa góða tíma og verri tíma. Við förum ekki á taugum yfir því. Ég held að þetta þýði ekki endilega að við séum að fara að fá aðra bylgju yfir okkur. Það gæti gerst, þetta er ákveðið merki um að við gætum verið að fá aukningu, en þessar skimanir munu gefa okkur betri upplýsingar um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur 16. september 2020 13:03 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06