Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 17:55 Guðni Valur virðist kunna betur við sig í rigningu og roki heldur en blíðskaparveðri eins og er hér. Vísir/FRÍ Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira