Guðni bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 17:55 Guðni Valur virðist kunna betur við sig í rigningu og roki heldur en blíðskaparveðri eins og er hér. Vísir/FRÍ Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur. Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Sjá meira
Guðni Valur Guðnason bætti í dag Íslandsmetið í kringlukasti á Haustkastmót ÍR sem fram fór í Laugardalnum síðdegis í dag. Ef Guðni Valur á álíka kast eftir 1. desember er hann öruggur með sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári en þá er opnað fyrir Ólympíulágmörk að nýju. Það má segja að Guðna finnist rigningin góð en veðuraðstæður voru ekki upp á marga fiska er hann bætti 31 árs gamalt Íslandsmet Vésteins Hafsteinssonar í dag. Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá. Guðni Valur kastaði 69,35 metra en met Vésteins var 67,64 metrar. Því bætti hann Íslandsmetið um næstum tvo metra. Vésteinn var á sínum tíma einn fremsti kringlukastari heims. Hann keppti meðal annars á fernum Ólympíuleikum og í dag þjálfar hann Daniel Ståhl sem er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir. Guðni Valur bætti eigið met töluvert en best átti hann 65,53 metra frá árinu 2018. Hann var því að bæta sig um tæpa fjóra metra. Þetta kemur töluvert á óvart þar sem Guðni hefur verið mikið meiddur í sumar og lítið getað keppt. Kastið hjá Guðna í dag setur hann á meðal fremstu kringlukastara í heiminum í ár en árangurinn er sá fimmti besti í heiminum árið 2020. Guðni keppti á Ólympíuleikunum árið 2016 og var með þessu kasti að gera sig mjög líklegan til þess að verða á meðal keppenda á þeim næstu sem fram fara í Tókýó 2021. Lágmarkið fyrir Tókýó 2021 er 66 metrar og er Guðni Valur því vel yfir lágmarkinu. Því miður þá var lokað fyrir lágmörkin fyrr á árinu en glugginn opnar aftur 1. desember næstkomandi. Guðni er því ekki öruggur á Ólympíuleikana með þessu kasti en mjög líklegur haldi hann uppteknum hætti þegar glugginn fyrir lágmörk opnar aftur.
Íþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Sjá meira