Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:30 KR er úr leik í Evrópu þetta árið. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League]. Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League].
Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30