Heimurinn á barmi hungurfaraldurs Heimsljós 18. september 2020 11:02 Al Bara Monsour/WFP Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó. Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans. Frétt Sameinuðu þjóðanna Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður
Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman. WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs. Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó. Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans. Frétt Sameinuðu þjóðanna Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður