Fjármálaráðherra segir mikla þátttöku almennings í hlutafjárútboði Icelandair vera ánægjulega og endurspegla traust á félaginu. Samgönguráðherra segir mikilvægt að tryggja að hér starfi öflugt innlent flugfélag.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að mjög vel hafi tekist til hjá Icelandair. Áberandi þátttaka almennings lýsi miklu trausti hans og trú á framtíð félagsins. Þá hafi safnast það mikið hlutafé að ekki reyni á sölutryggingu ríkisbankanna.
„Ég lít á það mjög jákvæðum augum og ég fagna því líka að félagið getur sótt þarna meira hlutafé en minna þar sem viðbótar þremur milljörðum er bætt við. Sem þýðir að það dregur úr líkum á á að það reyni á ríkisábyrgðina. Þetta er allt mjög jákvætt," segir Bjarni.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur í svipaðan streng. Margt rétt hafi verið gert í þessu ferli að háfu félagsins ríkisins og fleiri og ánægjulegt og þátttaka almennings sé ánægjuleg.
„Hann er meiri en maður átti von á. Það er vissulega veruleg áhætta og vissulega ágóðavona. En kannski er þetta líka einhers konar yfirlýsing um að fólk vilji taka þátt í því að við höfum svona öflugan aðila hér innanlands," segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
