Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. september 2020 20:00 Haraldur Anton Skúlason er eigandi Lebowski bar. BALDUR HRAFNKELL Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira