Ætla að senda geimfara til suðurpóls tunglsins árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 08:03 Ferðinni er heitið til tunglsins árið 2024. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira