Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 10:30 Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira