Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 07:36 Alexei Navalní með eiginkonu sinni Júlíu, á svölum sjúkrastofu hans á Charité-sjúkrahússins í Berlín. Instagram Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33