Frysting er eina vitið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 24. september 2020 15:01 „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
„Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“- Angela Merkel, kanslari Þýskalands Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum. Grafalvarleg staða Við erum nú stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hefur. Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar. Fjármál sveitarfélaga eru í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn. Hnallþóran orðin að smáköku Á mannamáli: Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum. Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegt. Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja. Erum öll á sama báti Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn. Nú er neyðarástand, þar sem„skjálfa skorðuð fjöllin“og því þurfa allir að standa undir ábyrgð og taka höndum saman. Nú þurfa sömuleiðis allir að hefja sig yfir hugmyndafræðilegt og pólítískt argaþras og gera það sem er best fyrir heildina. Nú er eftirspurn eftir skynsemi, hugrekki og fumlausum ákvörðunum sem aldrei áður. Við erum jú öll á sama báti. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun