Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 12:09 Lögreglumenn við Hæstarétt Bandaríkjanna bera kistu Ruth Bader Ginsburg, sveipaða í bandaríska fánan, inn í aðalsal hæstaréttarbyggingarinnar andspænis þinghúsinu á miðvikudag. AP/Andrew Harnik Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu. Þúsundir manna hafa vottað Ginsburg virðingu í vikunni en líkkista hennar hefur legið til sýnis í hæstaréttarbyggingunni. Baráttu hennar fyrir jafnrétti kynjanna og borgararéttindum hefur verið minnst frá því að hún lést úr briskrabbameini fyrir viku, 87 ára að aldri. Ginsburg var aðeins önnur konan til að gegna embætti hæstaréttardómara þegar Bill Clinton skipaði hana árið 1993. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, ferðast til Washington í dag til að votta Ginsburg virðingu sína. Hópur fólks gerði hróp að Donald Trump forseta þegar hann gerði slíkt það sama í Hæstarétti ásamt konu sinni Melaniu í gær. Reuters-fréttastofan segir að fólk hafi heyrst hrópa: „Kjósið hann burt!“ að forsetanum. Mikil spenna ríkir nú í bandarískum stjórnmálum þar sem Trump og repúblikanar keppast við að staðfesta eftirmann Ginsburg við réttinn fyrir kjördag. Takist þeim það myndi hæstiréttur hneigjast verulega í íhaldsátt, að líkindum til næstu áratuganna. Trump gerði sjálfur lítið úr mótmælunum gegn sér. „Ég held að þetta hafi bara verið pólitísk köll. Við heyrðum þau varla þar sem við vorum,“ sagði hann við fréttamenn. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, fordæmdi þá sem hrópuðu að forsetanum og sagði köllin „hræðileg og dónaleg“. Trump-hjónin voru grímuklædd vegna faraldursins þegar þau vottuðu Ginsburg virðingu sína í gær.AP/J. Scott Applewhite Útförin í næstu viku Kista Ginsburg hvílir á viðhafnarbörum í þinghúsinu í dag en þann heiður fá aðeins forsetar og þingmenn. Hún verður annar hæstaréttardómarinn í sögunni sem fær þann heiður á eftir William Taft en hann var einnig forseti Bandaríkjanna. Síðast hvíldi John Lewis, fulltrúadeildarþingmaðurinn og blökkumannaleiðtoginn, á viðhafnarbörum í þinghúsinu í júlí. Minningarathöfnin í dag verður aðeins opin þeim sem fá sérstakt boð. Sá háttur er hafður á vegna kórónuveirufaraldursins Ginsburg verður grafin í einkagrafreit í Arlington-þjóðargrafreitnum í Virginíu rétt utan við Washington-borg í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi fólks hefur skilið eftir blóm, kort og myndir til að heiðra Ginsburg í Washington í vikunni. Hún var einn frjálslyndasti dómarinn við Hæstarétt sem hefur orðið æ íhaldssamari frá því að hún tók sæti sitt fyrir tæpum þrjátíu árum. Nú stefnir í að íhaldsmenn verði í öruggum meirihluta í réttinum þegar Trump skipar eftirmann Ginsburg.AP/Steven Senne
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Líklegur arftaki Ginsburg yrði með íhaldssömustu dómurunum Atkvæði nýs hæstaréttardómara í Bandaríkjunum gæti ráðið úrslitum í stórpólitískum málum, þar á meðal um réttinn til þungunarrofs og byssueignar, næstu áratugina. 21. september 2020 11:21