Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan. Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessu, sleginn yfir því að fyrirtæki í hinum vestræna heimi í iðnríkjunum skuli nýta sér neyð fólks með þessum hætti í þróunarlöndum, þar sem að umhverfismál eru fótum troðin og mannréttindi þessa fólks“, sagði Guðmundur beðinn um viðbrögð vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því meðal annars fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS, en Eimskip hefur sagt að það félag hafi tekið ákvörðun um að senda skipin í niðurrif til Indlands. Skipin voru send til niðurrifs við Alang-ströndina í Indlandi en í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Getur beitt sektum eða vísað til lögreglu, valdi seinni kostinn Guðmundur segir að Umhverfisstofnun hafi vísað málinu til Héraðssaksóknara sem mun skoða málið frekar. „Hvað þetta einstaka mál varðar, Eimskipa, þá hefur Umhverfisstofnun vísað málinu til Héraðssaksóknara til frekari skoðunar þannig að málið er komið í ferli hvað þetta atriði varðar.“ Munt þú beita þér eitthvað sérstaklega vegna þessa máls? „Þetta er það ferli sem að stjórnsýslan gerir ráð fyrir að Umhverfisstofnun hefur þessar valdheimildir samkvæmt lögum um úrgangsmál, að annaðhvort beita stjórnsýslusektum eða vísa þeim til lögreglu og stofnunin hefur kosið seinni farveginn.“ Guðmundur ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann eftir ríkisstjórnarfund í dag, viðtalið má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira