Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 13:42 Frá Þingvöllum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt. Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum. Veðurstofan gat ekki staðfest strax að um kuldamet á Þingvöllum í septembermánuði væri að ræða en í yfirliti hennar um tíðarfar í september árið 2018 sagði að þær -8,7°C sem mældust þar 23. september það ár hafi verið mesta frost þar frá upphafi mælinga. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir við Vísi að sérstakar veðuraðstæður hafi verið til staðar í nótt sem framkölluðu frostið. Loftið yfir landinu hafi ekki verið sérlega kalt en í háloftunum, í um fjögurra til átta kílómetra hæð, hafi verið afar þurrt loft ættað frá norðurheimskautinu. Vatnsgufa og ský halda varma við yfirborð jarðar en á heiðskírri nóttu eins og nú í nótt nýtur þeirra temprandi áhrifa ekki við. „Þá er ekkert sem vinnur á móti útgeislun jarðar sem er á fullri ferð. Þess vegna verður svo kalt við yfirborð og kaldast þar sem vindur er hægur eða nánast logn og kalda loftið getur safnast fyrir í polla. Þingvalladældin er einmitt þekktur kuldapollastaður,“ segir Einar til útskýringar. Næturfrost gerði einnig í Reykjavík í nótt, allt niður í -3°C snemma í morgun. Einar telur það köldustu septembernótt í höfuðborginni frá árinu 2005. Aðeins hefur mælst næturfrost í september þriðja hvert ár undanfarin tuttugu ár, að því er segir í Facebook-færslu Einars sem vakti athygli á kuldanum í nótt.
Veður Þingvellir Bláskógabyggð Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira