Fjallkóngur segir réttirnar skemmtilegri en jólin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2020 12:17 Sauðfé hefur ekki fækkað í Biskupstungum í Bláskógabyggð en í Tungnaréttum voru um fimm þúsund fjár. Hér er „fljúgandi“ lamb að koma inn í almenninginn. Vísir/Magnús Hlynur Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum. Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum.
Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira