Fjallkóngur segir réttirnar skemmtilegri en jólin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2020 12:17 Sauðfé hefur ekki fækkað í Biskupstungum í Bláskógabyggð en í Tungnaréttum voru um fimm þúsund fjár. Hér er „fljúgandi“ lamb að koma inn í almenninginn. Vísir/Magnús Hlynur Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum. Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum.
Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira