Málverki til minningar látinnar konu stolið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 17:31 Málverkið Wonderwoman sem er til minningar Kristínar Óskarsdóttur sem lést í fyrra. Facebook Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira