Voru bestir á Íslandi fyrir áratug en taka nú ekki þátt: „Leiðinleg og erfið ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 08:00 Stemmningin í Sláturhúsinu í Keflavík eftir að Snæfell varð Íslandsmeistari karla 2010. vísir/daníel Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60. Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Þær leiðu bárust í fyrrakvöld að Snæfell hefði ákveðið að draga lið sitt úr keppni í 1. deild karla í körfubolta. Tímabilið þar hefst á föstudaginn. Fyrir áratug stóð Snæfell á toppi íslenska karlakörfuboltans þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með stórsigri á Keflavík, 69-105, í oddaleik 29. apríl 2010. Snæfell varð einnig bikarmeistari 2008 og komst þrisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn: 2004, 2005 og 2008. Þá varð Snæfell deildarmeistari 2004 og 2011. Hólmarar féllu úr Domino's deild karla 2017 og hafa leikið í 1. deild undanfarin þrjú ár. Í vetur teflir Snæfell hins vegar ekki fram meistaraflokki karla. „Þetta er búið að gerjast í allt sumar en því miður breyttist landslagið hjá okkur og við misstum marga íslenska leikmenn frá síðasta tímabili og fengum ekki aðra í staðinn. Við sáum okkur ekki fært að senda lið í deildina eins og staðan er núna,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Vísi í gær. „Þetta er leiðinleg og erfið ákvörðun en við teljum þetta vera það besta í stöðunni.“ Eins og áður sagði hefst keppni í 1. deild karla á föstudaginn. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í samtali við Vísi í gær að aðeins níu lið yrðu í 1. deildinni í vetur. Hann staðfesti jafnframt að Snæfell fengi sekt fyrir að draga lið sitt úr keppni svona skömmu fyrir mót. Jón Þór viðurkennir að tímasetningin sé slæm. „Þetta er ekki besta tímasetningin. Það er stutt í mót en við reyndum það sem við gátum til að fá leikmenn en því miður tókst það ekki.“ Núna tekur uppbyggingarstarf hjá körfuknattleiksdeild Snæfells og vonast hún til að geta telft fram karlaliði á næsta tímabili (2021-22). „Núna er bara áfram gakk og við höldum uppbyggingunni áfram. Við gefumst ekkert upp,“ sagði Jón Þór. „Við skoðum þetta örugglega fyrir næsta tímabil. Það er alveg klárt að við gerum það. Annað væri óeðlilegt. Ef við höfum stráka til að setja lið í þá deild sem við verðum settir í skoðum við það.“ Jón Þór segir að bæjarbúar hafi sýnt ákvörðun körfuknattleiksdeildarinnar skilning. „Við höfum fengið góð viðbrögð við þessu. Öllum finnst þetta leiðinlegt en þetta er það rétta í stöðunni eins og hún er núna. Auðvitað eru einhverjir ósáttir í körfuboltahreyfingunni og við skiljum það. Tímasetningin er ekki sú besta en við reyndum,“ sagði Jón Þór. Snæfell teflir enn fram liði í Domino's deild kvenna eins og síðustu ár. Hólmarar töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni fyrir nýliðum Fjölniskvenna, 91-60.
Íslenski körfuboltinn Snæfell Stykkishólmur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira