Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 08:01 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42