Dagskráin: Pepsi Max og Dominos deildir karla, Messi, dregið í Meistaradeildinni og fær Rúnar tækifæri? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 06:45 KR urðu Íslandsmeistarar árið 2019 en engin úrslitakeppni var á síðustu leiktíð. Maðurinn sem lyftir titlinum verður þó ekki með KR-ingum í vetur en hann leikur nú með Val í Dominos deild karla. Vísir Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Að venju er nóg um að vera í besta sætinu í dag. Við sýnum beint frá því er dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, leikir í Pepsi Max sem og Dominos deildum karla, Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Arsenal heimsækja Anfield í enska deildarbikarnum. Þá sýnum við einnig Dominos Körfuboltakvöld kvenna sem og tvo leiki úr spænsku deildinni. Einnig er nóg um að vera á golfstöðinni. Ekki nema sjö leikir og þrjú golfmót í beinni útsendingu í dag Klukkan 15:00 hefst útsending frá drættinum í Meistaradeild Evrópu. Tvö Íslendingalið eru í pottinum en landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson leikur með Olympiacos í Grikklandi. Mikael Neville Anderson er svo á mála hjá ríkjandi Danmerkur meisturum í Midtjylland. Þau ásamt öllum helstu stórliðum Evrópu verða dregin í riðla í dag. Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðil. Klukkan 17:45 færum við okku ryfir í íslenska boltann og sýnum leik Breiðabliks og KA í Pepsi Max deild karla í beinni útsendingu. KA hefur náð vopnum sínum og leikið vel undanfarið en Blikar vilja næla í öll þrjú stigin þar sem liðið stefnir á Evrópusæti. Að honum loknum eða klukkan 20:00 er komið að leik Stjörnunnar og FH. Gestirnir unnu leik liðanna í Mjólkurbikarnum nýverið en skömmu áður hafði Stjarnan stolið þremur stigum gegn FH á síðustu sekúndum leiksins. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í kvöld. Klukkan 22:10 er svo komið að Dominos Körfuboltakvöldi kvenna. Stöð 2 Sport 2 Arsenal heimsækir Englandsmeistara Liverpool heim í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Liverpool vann leik liðanna í deildinni á dögunum 3-1 og það er ljóst að Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum. Rúnar Alex Rúnarsson gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 en útsending tíu mínútur fyrr. Stöð 2 Sport 3 Dominos deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Hattar fá Grindavík í heimsókn á Egilsstaði. Útsending hefst klukkan 18:20. Íslandsmeistarar KR fá Njarðvík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ Reykjavíkur í síðari leiknum en útsending hefst klukkan 20:10. Stöð 2 Sport 4 Fyrir þá sem fá ekki nóg af fótbolta þá sýnum við einnig tvo leiki beint úr spænska boltanum. Sevilla tekur á móti Levante í fyrri leik dagsins og hefst útsending klukkan 16:50. Fýlupúkinn Lionel Messi og samherjar hans í Barcelona mæta svo Celta Vigo í síðari leik dagsins sem hefst klukkan 19:20. Golfstöðin Frá klukkan 10:30 til 16:25 sýnum við beint frá Opna skoska sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 17:00 hefst útsending af Shoprite Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 20:00 er svo Sanders Farm-meistaramótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag. Hér má sjá allar beinar útsendingar sem framundan eru.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira