Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 08:04 Neanderdalsmaðurinn er hér til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. Arfur frá honum er talinn geta aukið líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af Covid-19. Getty/Mike Kemp Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira