„Áhugavert að hér komi í fyrsta sinn í kvöld fram hugtakið fátækt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 21:13 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greip orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í ræðu hans í eldhúsdagsumræðum um aukna atvinnu á lofti, í andsvari hennar við stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hún að halda mætti, þegar talað væri um að gera meira en minna, að talað væri um þjóðina í heild. „Þegar verið er að tala um að gera meira en minna þá hefði mátt ætla það að verið hafi verið að tala um þjóðina í heild. Ekki að kljúfa hana í gegn þannig að hagsmunagæslan væri bara fyrir þá sem eiga, en ekki fyrir þá sem þurfa líka á hjálp að halda,“ sagði Inga, eftir að hún vísaði í ræðu Sigurðar Inga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálparstofnanir þar sem fólk er að biðja um mat. Þar sem svangir eru að biðja um mat og þá kallar formaður Framsóknarflokksins: „vinna, vinna, vinna. Atvinna, atvinna, atvinna.“ Frábært. Það er alveg rétt.“ „Hvað þýðir það að gera meira en minna?“ bætti Inga við. „Það þýðir að hjálpa öllum. Ekki bara sumum.“ Hún gagnrýndi jafnframt kollega sína sem á undan henni höfðu stigið upp í ræðustól og vakti athygli á því að í fyrsta skiptið í kvöld væri fátækt nefnd á Alþingi. „Staðreyndin er sú að hér erum við að horfa upp á gjánna verða æ dýpri og æ gleiðari á milli ríkra og fátækra. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna þá hefur fátæktin vaxið í takt við áfallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08 „Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47 „Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greip orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í ræðu hans í eldhúsdagsumræðum um aukna atvinnu á lofti, í andsvari hennar við stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hún að halda mætti, þegar talað væri um að gera meira en minna, að talað væri um þjóðina í heild. „Þegar verið er að tala um að gera meira en minna þá hefði mátt ætla það að verið hafi verið að tala um þjóðina í heild. Ekki að kljúfa hana í gegn þannig að hagsmunagæslan væri bara fyrir þá sem eiga, en ekki fyrir þá sem þurfa líka á hjálp að halda,“ sagði Inga, eftir að hún vísaði í ræðu Sigurðar Inga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálparstofnanir þar sem fólk er að biðja um mat. Þar sem svangir eru að biðja um mat og þá kallar formaður Framsóknarflokksins: „vinna, vinna, vinna. Atvinna, atvinna, atvinna.“ Frábært. Það er alveg rétt.“ „Hvað þýðir það að gera meira en minna?“ bætti Inga við. „Það þýðir að hjálpa öllum. Ekki bara sumum.“ Hún gagnrýndi jafnframt kollega sína sem á undan henni höfðu stigið upp í ræðustól og vakti athygli á því að í fyrsta skiptið í kvöld væri fátækt nefnd á Alþingi. „Staðreyndin er sú að hér erum við að horfa upp á gjánna verða æ dýpri og æ gleiðari á milli ríkra og fátækra. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna þá hefur fátæktin vaxið í takt við áfallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08 „Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47 „Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08
„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47
„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40