Segir rétt að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 09:30 Phil Foden og Mason Greenwood á æfingu með enska landsliðinu. Getty/Mike Egerton Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn