Það var sannkölluð rokkstemmning hjá Ingó og félögum í síðasta þætti af Í kvöld er gigg sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Gestir þáttarins voru að þessu sinni söngbomburnar Stefanía Svavars, Stebbi Jak og Páll Rósinkranz.
Rokktríóið heillaði Ingó og gesti upp úr skónum og það er óhætt að segja að Stefanía hafi stolið senunni þegar hún brá sér úr rokkgallanum og flutti ábreiðu af hipp hopp smellinum Ready or Not þar sem hún söng og rappaði af mikilli innlifun.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu af flutningi Stefaníu.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrstu þrjá þættina af Í kvöld er gigg inni á Stöð 2 maraþon.