„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti og að á köflum hafi verið eins og hann væri á leið í veldisvöxt. „Rauð flögg“ hafi verið á lofti um alvarlegri faraldur hefði ekki verið gripið inn í með hertum aðgerðum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna nú fyrir hádegi. 59 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, þar af voru 34 í sóttkví. Alls hafa nú tæplega 770 greinst í þessari bylgju faraldursins frá því um miðjan september. Þá greindi Þórólfur frá því á fundinum að fimmtán liggi nú inni á Landspítala vegna veirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Tekist hefur að útskrifa nokkra af spítalanum en aðrir hafa verið lagðir inn á móti. Enn er mikið álag á Landspítalanum. Þórólfur sagði jafnframt að á köflum fyndist honum eins og faraldurinn væri á leið í veldisvöxt. Þeir sem hafa verið að smitast af veirunni undanfarið hafi að miklu leyti smitast á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum, til dæmis megi rekja smit til hneifaleikastöðvar í Kópavogi, og á krám. „Þetta eru allt rauð flögg um að við gætum farið að sjá hér alvarlegri faraldur með alvarlegri afleiðingum ef ekki verður gripið inn í,“ sagði Þórólfur. Það hafi því ekkert verið annað í stöðunni en að grípa til hertari aðgerða og takmarkana. Ekki hafi tekist að sveigja faraldurinn niður á við. Hertari aðgerðir tóku gildi á miðnætti nótt. Veigamesta breytingin snýr að fjöldatakmörkunum en samkomubann miðast nú við tuttugu manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira