Myndlistin einmanaleg atvinnugrein Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. október 2020 22:00 Rakel Tomas hefur vakið mikla athygli sem listakona síðustu ár. Hún er lærður grafískur hönnuður og verk hennar fanga kvenlíkamann á áhugaverðan hátt. Tara Tjörvadóttir Rakel Tomas gefur í næsta mánuði út sína fyrstu listaverkabók og er forsalan nú þegar hafin. Rakel er myndlistakona sem vinnur með kvenlíkamann á súrrelaískan hátt í verkum sínum. Í þessari bók deilir hún teikningum frá upphafi ferils síns og veitir innsýn í líf sitt, ástina, ferðalögin og hugmyndirnar sem móta verk hennar eins og sjávarföllin sem hún saknar. „Það voru blýantsteikningarnar mínar sem komu mér á kortið, mér þykir ótrúlega vænt um þær og mig langaði að búa til bók þar sem hægt væri að skoða þær allar á sama stað, enda flestar af þeim seldar og komnar á ný heimili,“ segir Rakel um bókina. „Ég finn að ég er byrjuð að fara nýjar leiðir í listinni minni, farin að prófa mig áfram að einfaldari form og mismunandi aðferðir. Þar af leiðandi fannst mér þetta fullkominn tími til að gefa út þessa bók sem fagnar blýantsteikningunum og þeim tíma í mínu lífi sem þær tákna. “ Verk eftir Rakel TomasRakel Tomas Notaði list til að vinna úr tilfinningum Elstu teikningarnar í bókinni eru frá árinu 2017 en nýjustu verkin eru frá því á þessu ári. Rakel hélt listasýningu í síðasta mánuði á verkum sínum og samstarfi við keramiklistakonuna Huldu Katarínu. „Það hefur mjög margt breyst á þessum tíma, þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum var ég að teikna á kvöldin eftir vinnu sem grafískur hönnuður, ég teiknaði af því það veitti mér ánægju og ég notaði listina til að vinna úr hinum ýmsu tilfinningum sem ég kom ekki í orð, sem ég geri reyndar enn þann dag í dag. Tveimu árum seinna var ég búin að gera myndlistina að atvinnu og byrjuð að ferðast víða um heim með blýantinn og teikniblokkina í ferðatöskunni. Í dag er ég komin með draumastudioið mitt í miðbænum þar sem ég get breytt úr mér og eytt allri minni orku í að skapa.“ Í listaverkabókinni verður einnig að finna persónulegar sögur á bak við nokkrar myndanna. Anna Marsibil Clausen blaðamaður og frænka Rakelar skrifaði textann fyrir bókina. „Í bókinni mun ég meðal annars deila með lesendum persónulegum sögum á bak við nokkrar myndir. Þar sem það á við. Það er eitthvað sem ég hef ekki gert hingað til. Ég hef frekar lagt meira upp úr því að áhorfandinn búi til sínar eigin sögur og myndi tengingar á sínum forsendum. Teikningarnar mínar eru mjög persónulegar í eðli sínu og ég efast ekki um að fólk muni fá að kynnast nýrri hlið af mér sem það hefur ekki séð áður.“ Listaverkabókin er á persónulegri nótunum. Rakel Tomas Rakel hræðist ekki að vera á persónulegri nótunum í þessu verkefni. „Það getur verið erfitt að berskjalda sjálfan sig svona, bæði í þessari bók og í listinni almennt. En ég er ánægð með þá manneskju sem ég er í dag og ég myndi ekki vilja breyta neinu sem hefur gerst, allt sem ég hef upplifað síðastliðin ár, fólkið sem ég hef kynnst, það er það sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og fyrir það er ég þakklát, þó svo margt hafi verið erfitt.“ Instagram tengingin sem vantaði Eins og síðustu tvö ár gefur Rakel líka út skipulagsdagbók. Dagbókin inniheldur ársyfirlit, mánaðarplön og hver opna sýnir eina viku. „Einföld hönnun fær að njóta sín en aðalatriðið er að notandinn hafi nóg pláss fyrir sínar eigin hugmyndir og plön, hver sem þau kunna að vera.Þegar ég gaf út dagbókina í fyrsta skipti fyrir árið 2019 leyfði ég fylgjendum mínum á instagram að taka fullan þátt í hönnunarferlinu, það má segja að við höfum hannað bókina saman.“ Á meðan Rakel hannaði fyrstu dagbókina var hún reglulega með kannanir í Instagram story þar sem fylgjendurnir fengu að kjósa á milli valmöguleika. „Fylgjendur völdu milli mismunandi uppsetninga á vikuplönum, hönnun á mánaðarforsíðum og svo framvegis. Mér fannst það mjög mikilvægt þar sem þessi bók er ekki bara fyrir mig heldur alla sem vilja eignast hana og þess vegna fannst mér fullkomlega rökrétt að leyfa framtíðar notendum að hafa skoðanir.“ Rakel er í góðum tengslum við sína fylgjendur og svarar skilaboðum um listaverkin og fleira. Fylgjendur Rakelar hafa fengið að fylgjast með báðum bókunum verða til í gegnum Instagram og meðal annars fengið að kjósa um forsíðu á listaverkabókina. „Fylgjendur mínir á instagram eru svona eins og vinnufélaginn sem situr á móti manni, maður kastar fram hugmyndum og pælingum og fær álit og hjálp við að taka ákvarðanir. Það er mér alveg ómetanlegt því myndlist getur verið mjög einmanaleg atvinnugrein.“ Hægt er að fylgjast með Rakel á Instagram undir notendanafninu @rakeltomas. Bókaútgáfa Myndlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Rakel Tomas gefur í næsta mánuði út sína fyrstu listaverkabók og er forsalan nú þegar hafin. Rakel er myndlistakona sem vinnur með kvenlíkamann á súrrelaískan hátt í verkum sínum. Í þessari bók deilir hún teikningum frá upphafi ferils síns og veitir innsýn í líf sitt, ástina, ferðalögin og hugmyndirnar sem móta verk hennar eins og sjávarföllin sem hún saknar. „Það voru blýantsteikningarnar mínar sem komu mér á kortið, mér þykir ótrúlega vænt um þær og mig langaði að búa til bók þar sem hægt væri að skoða þær allar á sama stað, enda flestar af þeim seldar og komnar á ný heimili,“ segir Rakel um bókina. „Ég finn að ég er byrjuð að fara nýjar leiðir í listinni minni, farin að prófa mig áfram að einfaldari form og mismunandi aðferðir. Þar af leiðandi fannst mér þetta fullkominn tími til að gefa út þessa bók sem fagnar blýantsteikningunum og þeim tíma í mínu lífi sem þær tákna. “ Verk eftir Rakel TomasRakel Tomas Notaði list til að vinna úr tilfinningum Elstu teikningarnar í bókinni eru frá árinu 2017 en nýjustu verkin eru frá því á þessu ári. Rakel hélt listasýningu í síðasta mánuði á verkum sínum og samstarfi við keramiklistakonuna Huldu Katarínu. „Það hefur mjög margt breyst á þessum tíma, þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum var ég að teikna á kvöldin eftir vinnu sem grafískur hönnuður, ég teiknaði af því það veitti mér ánægju og ég notaði listina til að vinna úr hinum ýmsu tilfinningum sem ég kom ekki í orð, sem ég geri reyndar enn þann dag í dag. Tveimu árum seinna var ég búin að gera myndlistina að atvinnu og byrjuð að ferðast víða um heim með blýantinn og teikniblokkina í ferðatöskunni. Í dag er ég komin með draumastudioið mitt í miðbænum þar sem ég get breytt úr mér og eytt allri minni orku í að skapa.“ Í listaverkabókinni verður einnig að finna persónulegar sögur á bak við nokkrar myndanna. Anna Marsibil Clausen blaðamaður og frænka Rakelar skrifaði textann fyrir bókina. „Í bókinni mun ég meðal annars deila með lesendum persónulegum sögum á bak við nokkrar myndir. Þar sem það á við. Það er eitthvað sem ég hef ekki gert hingað til. Ég hef frekar lagt meira upp úr því að áhorfandinn búi til sínar eigin sögur og myndi tengingar á sínum forsendum. Teikningarnar mínar eru mjög persónulegar í eðli sínu og ég efast ekki um að fólk muni fá að kynnast nýrri hlið af mér sem það hefur ekki séð áður.“ Listaverkabókin er á persónulegri nótunum. Rakel Tomas Rakel hræðist ekki að vera á persónulegri nótunum í þessu verkefni. „Það getur verið erfitt að berskjalda sjálfan sig svona, bæði í þessari bók og í listinni almennt. En ég er ánægð með þá manneskju sem ég er í dag og ég myndi ekki vilja breyta neinu sem hefur gerst, allt sem ég hef upplifað síðastliðin ár, fólkið sem ég hef kynnst, það er það sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og fyrir það er ég þakklát, þó svo margt hafi verið erfitt.“ Instagram tengingin sem vantaði Eins og síðustu tvö ár gefur Rakel líka út skipulagsdagbók. Dagbókin inniheldur ársyfirlit, mánaðarplön og hver opna sýnir eina viku. „Einföld hönnun fær að njóta sín en aðalatriðið er að notandinn hafi nóg pláss fyrir sínar eigin hugmyndir og plön, hver sem þau kunna að vera.Þegar ég gaf út dagbókina í fyrsta skipti fyrir árið 2019 leyfði ég fylgjendum mínum á instagram að taka fullan þátt í hönnunarferlinu, það má segja að við höfum hannað bókina saman.“ Á meðan Rakel hannaði fyrstu dagbókina var hún reglulega með kannanir í Instagram story þar sem fylgjendurnir fengu að kjósa á milli valmöguleika. „Fylgjendur völdu milli mismunandi uppsetninga á vikuplönum, hönnun á mánaðarforsíðum og svo framvegis. Mér fannst það mjög mikilvægt þar sem þessi bók er ekki bara fyrir mig heldur alla sem vilja eignast hana og þess vegna fannst mér fullkomlega rökrétt að leyfa framtíðar notendum að hafa skoðanir.“ Rakel er í góðum tengslum við sína fylgjendur og svarar skilaboðum um listaverkin og fleira. Fylgjendur Rakelar hafa fengið að fylgjast með báðum bókunum verða til í gegnum Instagram og meðal annars fengið að kjósa um forsíðu á listaverkabókina. „Fylgjendur mínir á instagram eru svona eins og vinnufélaginn sem situr á móti manni, maður kastar fram hugmyndum og pælingum og fær álit og hjálp við að taka ákvarðanir. Það er mér alveg ómetanlegt því myndlist getur verið mjög einmanaleg atvinnugrein.“ Hægt er að fylgjast með Rakel á Instagram undir notendanafninu @rakeltomas.
Bókaútgáfa Myndlist Samfélagsmiðlar Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“