Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 14:42 Orban forsætisráðherra hefur ýtt Ungverjalandi æ lengra í átt að ófrjálslyndi og valdboðshyggju. Vísir/EPA Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur hert tök sín á dómstólum, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum í stjórnartíð sinni sem hefur í vaxandi mæli einkennst af valdboðsstefnu. Hann hefur sagst vilja stefna að „ófrjálslyndu“ lýðræði. Lög sem ríkisstjórn hans samþykkti árið 2017 þýddi að erlendir háskólar máttu ekki lengur starfa í Ungverjalandi nema þeir kenndu einnig námskeið í heimalöndum sínum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kærði lögin til Evrópudómstólsins sem komst að þeirri niðurstöðu í dag að lögin stríddu gegn Evrópurétti og skuldbindingum Ungverjalands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Soros, sem er hataður á meðal vestrænna hægriöfgamanna og þjóðernissinna vegna stuðnings hans við ýmis frjálslynd málefni, stofnaði Mið-Evrópuháskólann sem var rekinn í Ungverjalandi. Eftir að lögin voru samþykkt fyrir þremur árum hrökklaðist skólinn að mestu úr landi með starfsemi sína.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 1. september 2020 10:57
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14. maí 2020 23:41
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00