Leikurinn við Rúmeníu nógu mikilvægur samfélaginu? Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 15:36 Það er í höndum heilbrigðisráðherra að ákveða hvort að Ísland getur mætt Rúmeníu á fimmtudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gátu lítið sagt um það hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram á fimmtudagskvöld, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þórólfur mun í dag senda tillögur til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann mun mæla með því að öllu keppnisstarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur. Vísir spurði því hvort að landsleikur Íslands og Rúmeníu færi fram: „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir. Nú þyrfti meðal annars að meta hversu samfélagslega mikilvægur landsleikurinn væri: „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Ef leikurinn getur ekki farið fram á fimmtudag er hægt að fresta honum og UEFA hefur einnig þann möguleika að færa leikinn í annað land. Rúmenska landsliðið flaug af stað í dag til Íslands og lendir núna síðdegis í Keflavík, þar sem hópurinn fer í skimun fyrir veirunni. Einn úr starfsliði rúmenska liðsins greindist með smit í Rúmeníu í gær og var settur í einangrun. Enginn greindist með smit í íslenska hópnum sem mættur er til landsins, æfði í dag og er hér í vinnusóttkví líkt og rúmenski hópurinn verður. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31
Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. 1. október 2020 08:01
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti