Eins metra reglan hafi orðið að eins sentímetra reglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 16:04 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands. Hún telur að margt fólk hafi slakað á varðandi fjarlægðartakmörk eftir að eins metra regla tók við af tveggja metra reglu. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki endilega hafa verið mistök að breyta úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Hann leggur til við heilbrigðisráðherra hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra og stöðugra nýrra tilfella. Meðal aðgerðanna er að miða aftur við tveggja metra reglu. Þórólfur var spurður að því á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort það hefðu verið mistök að rýmka úr tveggja metra reglu í eins metra reglu. Blaðamaður vísaði til Facebook-færslu Jóhönnu Jakobsdóttur, rannsóknarsérfræðings við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, í morgun þar sem hún snerti á þessu. Jóhanna telur eins metra fjarlægð almennt eiga að duga en fólk haldi ekki þeirri fjarlægð. Eins metra reglan eða eins sentímetra regla? Jóhanna telur að eins metra reglan hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Einn metri ætti að duga en þannig hegði fólk sér ekki. „Það eru stærstu mistökin að mínu mati að setja hana á. Með henni þá urðu líka til mun fleiri staðir sem gátu tekið við fleiri fólki á sama tíma. Ég hef verið óróleg með framhaldið frá þeim degi. Þetta voru ekki mistök vegna þess að 1-m ætti ekki að duga heldur af því af skilaboðin með henni höfðu þau áhrif að margir fóru í 1-cm reglu og margir staðir gátu tekið við mun fleira fólki en áður,“ segir Jóhanna. Eins metra reglan tók gildi þann 7. september síðastliðinn. Breytingin var tilkynnt þann 3. september en þá höfðu dagleg smit innanlands ekki náð tveggja stafa tölu í fjórar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirvöld vera að fóta sig í baráttu við áður óþekktan andstæðing. Margt megi gagnrýna en varar við umræðu um mistök.Vísir/Vilhelm Á sama hátt hefði smitgát ekki virkað. Fólk sem átti að vera í „næstum því sóttkví“ hafi ekki endilega farið eftir því. Þórólfur segir að gagnrýna megi ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Mistök ef við lærum ekki af reynslunni „Í baksýnisspeglinum getur maður alltaf sagt hvernig hægt hefði verið að gera hlutina öðruvísi. Ég er ekkert viss um að það séu mistök. Norðmenn hafa notað eins metra regluna og fleiri þjóðir með góðum árangri. Ég held við eigum ekki að vera að hefta okkur í því hvað eru mistök og hvað eru ekki mistök. Eins og ég hef sagt áður þá eru það mistök ef við gerum [ekki] eitthvað sem liggur fyrir hvernig á að gera eða við lærum ekki af reynslunni. Þá eru það mistök ef við förum ekki eftir því,“ segir Þórólfur. „Við erum að feta okkur áfram og gera hluti sem enginn hefur gert áður. Reyna að finna bestu leiðina. Rekum okkur aðeins á, rekum tána í en höldum áfram. Stöndum upp, fetum okkur áfram. Ég kalla það ekk mistök. Ég held að það sé ýmislegt sem við getum lært og gert betur. Þannig eigum við að halda áfram.“ Víðir greip boltann og sagði marga reyna að fóta sig eftir reglum sem breyttust í gær og líklega aftur í kvöld. „Við þurfum öll að vera með tillitsemi og vanda okkur og læra af því sem við gerum. Ekki vera hrædd við að láta reyna á hlutina eða gera mistök.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“