Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 19:21 Ásgeir Jónsson reiknar með að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans í byrjun næsta árs. Stöð 2/Egill Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18