Zúistum fækkaði um fimmtung Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:55 Samkvæmt tölum Þjóðskrár eru nú rétt rúmlega þúsund manns skráðir í Zuism. Þegar mest lét var á fjórða þúsund manns í félaginu sem hafði þó að því er virðist enga starfsemi. Vísir/Hanna Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur. Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma. Samkvæmt tölum Þjóðskrár sem voru birtar í dag voru 249 færri félagar í Zuism 1. október en voru 1. desember og er það fækkun um rétt tæplega 20%. Frá 1. desember 2018 hefur félögum í Zuism fækkað um 375, rúmlega 38% fækkun. Zuism var um skeið á meðal fjölmennustu trúfélaga landsins eftir að þáverandi stjórnendur þess lofuðu félagsmönnum að endurgreiða þeim sóknargjöld sem það fékk frá ríkinu. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, lét stöðva greiðslu sóknargjalda til Zuism í byrjun síðasta árs vegna efasemda um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Í dómsmáli sem Zuism höfðaði vegna þess í fyrra lagði félagið fram skjal sem benti til þess að það hefði aðeins endurgreitt félagsmönnum um 5% sóknargjalda sem það hafði fengið frá ríkinu og að það hefði lánað tengdum aðilum milljónir króna án frekari skýringa. Héraðssaksóknari hefur haft fjármál félagsins, sem hefur þegið tugi milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, til rannsóknar undanfarna mánuði. Þrátt fyrir að þetta hafi verið hlutfallslega mesta fækkun nokkurs trúfélags undanfarna tíu mánuði eru enn 1.006 manns skráðir í Zuism. Félagið er nú tíunda fjölmennasta trúfélag landsins. Mest fjölgun hjá Siðmennt og Ásatrúarfélaginu Í Þjóðkirkjunni fækkaði um 1.008 manns frá 1. desember. Það var mesta heildarfækkun félaga í trúfélagi en hlutfallslega var það þó innan við 0,5% fækkun. Henni tilheyra nú 230.146 manns. Mest fjölgaði félögum í Siðmennt þar sem 446 meðlimir bættust við. Þá fjölgaði félögum í Ásatrúarfélaginu um 308. Á eftir þjóðkirkjunni er kaþólska kirkjan með næstflesta félaga, 14.680, og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.031 félaga. Nú eru 28.404 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða um 7,4% landsmanna. Þá eru 55.194 með ótilgreinda skráningu, 15% landsmanna. Sóknargjöld ríkisins miðast við félagafjölda 1. desember árið fyrir greiðslur.
Trúmál Þjóðkirkjan Zuism Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20 Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00 Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 472 frá 1. desember Alls hafa 472 einstaklingar sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá 1. Desember 2019 samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá Íslands. 8. júní 2020 18:20
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. 26. maí 2020 13:00
Málum Zuism gegn ríkinu lokið en rannsókn heldur áfram Trúfélagið Zuism áfrýjaði ekki dómi um að eftirlitsstofnun hafi verið heimilt að stöðva greiðslur sóknargjalda til þess og er málum þess gegn íslenska ríkinu nú lokið. 2. mars 2020 09:00
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15