Aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 21:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að aðgerðir vegna kórónuveirunnar verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítala með Covid-19. 94 kórónuveirusmit greindust í gær og þar af voru 54 ekki í sóttkví. Átta smit greindust við landamæraskimun. Um 850 eru í einangrun, 4345 í sóttkví og fjölgar um 300 milli daga. Þrír eru á gjörgæsludeild Landspítala í öndunarvél. Einn útskrifaðist þaðan í gær. Síðustu daga hafa um sex sjúklingar lagst daglega inn á Landspítala og búist er við fjölgun á næstunni. „Það er alveg ljóst að með því að snúa öllu við er hægt að gera mjög margt og okkar geta er langt umfram þær spár sem við horfum nú á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Það þurfi hins vegar að tryggja nægt starfsfólk og því sé verið að leita til bakvarðasveitarinnar. Páll segir að færri hafi lagst inn á gjörgæslu en í fyrstu bylgju. „Það má velta því fyrir sér hvort það sé afleiðing af því að við erum að grípa fyrr inn í og höfum ákveðin lyf og meðferðir sem við höfðum ekki í fyrstu bylgju,“ segir Páll. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðirnar sem nú eru í gildi á landinu dugi ekki til að hægja á útbreiðslunni þurfi að grípa til harðari aðgerða. „Ef veiran fer meira á flug þá fáum við fleiri veika einstaklinga. Það er það sem ég held að allir vilji reyna að koma í veg fyrir. Auðvitað eru menn að reyna að gera það á eins mildan hátt [og hægt er], og við höfum verið að reyna að gæta meðalhófs í því. En á endanum, ef hlutir duga ekki, þá þurfum við að grípa til harðari aðgerða.“ Tuttugu manna samkomubann er í gildi á öllu landinu um þessar mundir. Í gær tóku svo í gildi hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölgunar nýsmitaðra undanfarna daga. Aðgerðirnar fela m.a. í sér tveggja metra fjarlægðarmörk, styttri opnunartíma veitingastaða og stöðvun á ýmissi starfsemi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. 8. október 2020 20:36
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33