Lífið

Ekki bara eintóm sæla að vera þekkt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. 
Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. 

Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar.

Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi.

Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu.

„Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind.

Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. 

„Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“

Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig.

„En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“

Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona.

„Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.