Aukið fjármagn vantar til að kenna útlendingum íslensku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 12:15 Útlendingar búsettir á Íslandi hafi margir hverjir mikinn áhuga á að læra íslensku en það komast ekki allir á slík námskeið því það vantar fjármagn frá ríkinu til að halda kennslunni úti. Hér er mynd frá námskeiði í Þorlákshöfn. Sigþrúður Harðardóttir Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira