Ábyrga leiðin Logi Einarsson skrifar 13. október 2020 07:00 Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun