Evrópusambandið hyggst beita Rússland þvingunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 17:47 Eitrað var fyrir Alexei Navalní í ágúst síðastliðnum. EPA Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins eru sagðir styðja tillögu Frakklands og Þýskalands um að beita Rússland viðskiptaþvingunum vegna eitrunar Alexeis Navalní, helsta stjórnarandstæðings rússneskra yfirvalda. Navalní hefur haldið því fram að rússnesk yfirvöld hafi fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir honum. Frakkar og Þjóðverjar lögðu fram tillögu þess efnis á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag. Rök sem færð voru fyrir tillögunni voru meðal annars þau að yfirvöld í Moskvu hafi útskýrt það með fullnægjandi hætti hvers vegna taugaeitrið Novichok hafi verið í umferð. Rannsókn þýskra stjórnvalda á eitrinu sem Navalní var byrlað leiddi í ljós að eitrið væri sovéska taugaeitrið Novichok, sem hefur verið ólöglegt í áraraðir. Efnavopnastofnunin, OPCW, hefur einnig haldið því fram að um Novichok hafi verið að ræða í eitrun Navalní. Eitrunin litin alvarlegum augum af Evrópusambandinu Samkvæmt frétt Reuters bendir hraðinn, sem tillagan hefur verið afgreidd á, til þess að ríki Vestur-Evrópu séu farin að líta aðgerðir Rússlands alvarlegri augum og ætli að fara í harðari aðgerðir gegn Rússlandi. Til að mynda tók það heilt ár fyrir Evrópusambandið að samþykkja viðskiptaþvinganir á hendur Rússum eftir taugaeitursárás á rússneska njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans Júlí á Bretlandi árið 2018. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við fréttamenn þegar hann mætti á fund utanríkisráðherranna fyrr í dag að ekki væri hægt að láta eitrun Navalní gleymast án afleiðinga. „Frakkland og Þýskaland leggja til að ákveðnir einstaklingar sem vakið hafa athygli í þessu máli verði beittir þvingunum,“ sagði Maas. Heimildamenn Reuters segja að mikil samstaða sé meðal utanríkisráðherra aðildarríkjanna 27 um að frysta eigur og setja ferðabann á nokkra hátt setta starfsmenn rússnesku leyniþjónustunnar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað allri aðild að eitrun Navalní. Rússneski þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov sagði í dag að Rússland gæti svarað Evrópusambandinu í sömu mynt. Hann ítrekaði einnig skilaboð rússneskra yfirvalda, að engar haldbærar sannanir væru fyrir því að rússnesk yfirvöld bæru ábyrgð á byrluninni.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39