Kynna rafknúnar vetnisvélar sem leið til orkuskipta í flugi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2020 22:12 Airbus hyggst þróa þrjár mismunandi tegundir flugvéla, sem eiga að vera tilbúnar til mengunarlauss farþegaflugs árið 2035. Verkefnið kallast ZEROe eða Zero-emission-aircraft. Mynd/Airbus. Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tuttugu mínútna flugferð einhreyfils sex sæta Piper-flugvélar frá flugvelli norðan við London í síðasta mánuði á vegum breska félagsins ZeroAvia markar stórt skref í átt að orkuskiptum í fluginu. Það má kalla hana rafknúna vetnisvél en efnarafall um borð umbreytir vetnisgasi í rafmagn, sem knýr rafmótor. Þannig er hægt að skipta þungum rafgeymum út fyrir vetnisgas, sem er léttara en loft. Flug þessarar sex sæta Piper Malibu-flugvélar ZeroAvia, sem breytt var í rafknúna vetnisvél, vakti mikla athygli. Hún flaug frá Cranfield-vellinum norðan við London þann 24. september.Mynd/AP News. „Það eina sem þessi flugvél losar á flugi er vatnsgufa,“ sagði Val Miftakhov, forstjóri og stofnandi ZeroAvia, þegar hann kynnti fréttamönnum verkefnið, sem styrkt er af breskum stjórnvöldum. „Við höfum einnig sett upp innviði sem tryggja að sjálf vetnisframleiðslan er mengunarfrí. Hún er hrein. Vélin er ekki eins hávær og þeir sem fljúga henni finna ekki fyrir sektarkennd að fljúga,“ sagði forstjóri ZeroAvia. Airbus hyggst þróa fljúgandi væng til að flytja farþega. Mynd/Airbus. Airbus kynnti einnig í síðasta mánuði þróunarverkefni af svipuðu tagi, með þremur mismunandi tegundum flugvéla, þar á meðal fljúgandi væng fyrir allt að tvöhundruð farþega. Bæði á að nota vetni beint til að knýja sprengihreyfla en einnig að nota vetnisgas sem millimiðil til að knýja rafmagnsmótora. Markmið Airbus er að koma slíkum vélum í farþegaflug eftir fimmtán ár. Universal Hydrogen hyggst breyta bensínknúnum Dash 8-flugvélum í rafknúnar vetnisflugvélar innan fjögurra ára. Öftustu sætaraðir verða fjarlægðar til að koma fyrir vetnisgasgeymum.Teikning/Universal Hydrogen. Bandaríska félagið Universal Hydrogen telur hins vegar ástæðulaust að bíða svo lengi og vinnur að lausn sem gæti kannski nýst innanlandsflugi Íslendinga innan fárra ára. Félagið, sem Airbus á reyndar hlut í, hyggst umbreyta Dash 8-skrúfuþotum, eins og þeim sem Air Iceland Connect notar, til að unnt verði að fljúga þeim á raforku í stað flugvélabensíns. Fjarlægja á tvær öftustu sætaraðirnar til að koma þar fyrir geymum fyrir vetnisgas og búnaði til að breyta því í rafmagn og eiga fyrstu vélarnar að vera komnar með lofthæfisskírteini árið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Airbus Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Dash 8-flugvélum, eins og þeim sem notaðar eru hérlendis í innanlandsfluginu, verður hægt að fljúga á mengunarlausu vetni eftir fjögur ár í stað flugvélabensíns, nái áform bandarísks fyrirtækis fram að ganga. Flugvélaframleiðendur horfa nú til vetnis sem milliorkugjafa fyrir rafknúnar flugvélar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tuttugu mínútna flugferð einhreyfils sex sæta Piper-flugvélar frá flugvelli norðan við London í síðasta mánuði á vegum breska félagsins ZeroAvia markar stórt skref í átt að orkuskiptum í fluginu. Það má kalla hana rafknúna vetnisvél en efnarafall um borð umbreytir vetnisgasi í rafmagn, sem knýr rafmótor. Þannig er hægt að skipta þungum rafgeymum út fyrir vetnisgas, sem er léttara en loft. Flug þessarar sex sæta Piper Malibu-flugvélar ZeroAvia, sem breytt var í rafknúna vetnisvél, vakti mikla athygli. Hún flaug frá Cranfield-vellinum norðan við London þann 24. september.Mynd/AP News. „Það eina sem þessi flugvél losar á flugi er vatnsgufa,“ sagði Val Miftakhov, forstjóri og stofnandi ZeroAvia, þegar hann kynnti fréttamönnum verkefnið, sem styrkt er af breskum stjórnvöldum. „Við höfum einnig sett upp innviði sem tryggja að sjálf vetnisframleiðslan er mengunarfrí. Hún er hrein. Vélin er ekki eins hávær og þeir sem fljúga henni finna ekki fyrir sektarkennd að fljúga,“ sagði forstjóri ZeroAvia. Airbus hyggst þróa fljúgandi væng til að flytja farþega. Mynd/Airbus. Airbus kynnti einnig í síðasta mánuði þróunarverkefni af svipuðu tagi, með þremur mismunandi tegundum flugvéla, þar á meðal fljúgandi væng fyrir allt að tvöhundruð farþega. Bæði á að nota vetni beint til að knýja sprengihreyfla en einnig að nota vetnisgas sem millimiðil til að knýja rafmagnsmótora. Markmið Airbus er að koma slíkum vélum í farþegaflug eftir fimmtán ár. Universal Hydrogen hyggst breyta bensínknúnum Dash 8-flugvélum í rafknúnar vetnisflugvélar innan fjögurra ára. Öftustu sætaraðir verða fjarlægðar til að koma fyrir vetnisgasgeymum.Teikning/Universal Hydrogen. Bandaríska félagið Universal Hydrogen telur hins vegar ástæðulaust að bíða svo lengi og vinnur að lausn sem gæti kannski nýst innanlandsflugi Íslendinga innan fárra ára. Félagið, sem Airbus á reyndar hlut í, hyggst umbreyta Dash 8-skrúfuþotum, eins og þeim sem Air Iceland Connect notar, til að unnt verði að fljúga þeim á raforku í stað flugvélabensíns. Fjarlægja á tvær öftustu sætaraðirnar til að koma þar fyrir geymum fyrir vetnisgas og búnaði til að breyta því í rafmagn og eiga fyrstu vélarnar að vera komnar með lofthæfisskírteini árið 2024. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Airbus Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33
Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. 17. júní 2020 08:07
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?