Fékk meira en 216 milljónir á hvern leik sem hann spilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 13:01 Le'Veon Bell þarf ekki að kvarta mikið yfir launum sem hann fékk frá New York Jets þótt að tækifærin inn á vellinum hafi oft verið furðuleg. Getty/Mark Brown NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira