Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:02 Russell Wilson með konu sinni Ciöru en þau eru dugleg að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda í samfélagi þeirra í Seattle. Getty Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það. NFL NBA Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það.
NFL NBA Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira