Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að segja til um hvenær þriðja bylgja faraldursins gangi yfir. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira