Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. október 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ómögulegt að segja til um hvenær þriðja bylgja faraldursins gangi yfir. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Alls greindust 88 manns með veiruna innanlands í gær. Af þeim var rúmlega helmingur í sóttkví við greiningu. „Ég held að við séum klárlega að sjá það að þessi bylgja stefnir í að vera stærri en bylgjan sem var í vetur og hún mun örugglega verða það því það mun örugglega taka lengri tíma að ná henni niður líka. Þannig að þegar uppsafnaður fjöldi verði skoðaður þá held ég að það verði töluvert fleiri núna heldur en þá,“ segir Þórólfur. Allt stefni þannig í að fleiri smitist af veirunni núna en í fyrstu bylgjunni. Tekur lengri tíma að stöðva veiruna sem hefur hreiðrað um sig í samfélaginu Þórólfur segir ómögulegt að segja til um hvenær þessi þriðja bylgja gangi yfir; fyrst þurfi að sjá kúrvuna stoppa og fara niður. Þá muni taka lengri tíma fyrir þessa bylgju að ganga niður en þá fyrstu. „Ástæðan er sú að veiran er búin að hreiðra um sig í samfélaginu og þess vegna tekur lengri tíma að stöðva hana,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort að veiran sé að færa sig upp á skaftið, meðal annars með tilliti til þess að fleiri smit hafi greinst á Suðurnesjum og á Akureyri og í nágrenni svarar Þórólfur neitandi. „Nei, þetta hefur verið svona undanfarna daga af þeim sem hafa verið að greinast hafa um tíu prósent verið með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir ekki endilega að þessir einstaklingar séu á þessum svæðum. Þeir gætu átt lögheimili úti á landi en verið í einangrun hér í Reykjavík.“ Ekki tilefni tilað slaka mikið á Í gær hafi verið fundað með heilsugæslunni og staðan úti á landi sé bara nokkuð góð alls staðar. „Það eru jú nokkur tilfelli í Eyjafirðinum og kringum Akureyri og svo hafa verið tilfelli á Vesturlandi sem hefur verið fjallað um og svo eru líka tilfelli á Suðurnesjum og á Suðurlandi reyndar líka. En ekkert til vandræða,“ segir Þórólfur. Þá sé ekki tilefni til að herða aðgerðir úti á landi, líkt og gert var í liðinni viku á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tilfellin úti á landi tengist yfirleitt höfuðborgarsvæðinu. Núverandi aðgerðir eru í gildi til mánudags og hyggst Þórólfur skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum varðandi framhaldið á morgun. Hann gefur lítið upp um það hvað verði í minnisblaðinu en svarar því þó til að eins og staðan sé nú sé ekki tilefni til að slaka eitthvað mikið á. „Við þurfum bara að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir sem hafa komið fram síðustu vikuna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira