Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2020 19:39 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01