Fjögur ungmenni voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á malarkafla á Hólavegi, innarlega í Eyjafirði, skömmu eftir miðnætti.
Mbl greinir frá þessu og segir að um hafi verið að ræða tvær stúlkur og tvo drengi á aldrinum sextán til sautján ára.
Er haft eftir lögreglu að ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Ekkert ungmennanna hafi þó virst alvarlega slasað.
Fréttin hefur verið uppfærð.